Zap - Hausmynd

Zap

Nú reyna D-menn að innbyrða Ólaf F

Nú finnst Sjálfstæðismönnum greinilega sem þeir séu komnir með góðan drátt á færið hjá sér og reyna nú að koma Ólafi F innfyrir borðstokkinn hjá sér.

 Nú síðast gerir DO-fan#1 þetta að umtalsefni á bloggi sínu, en því miður er hann einn þeirra sem leyfa aldrei athugasemdir við færslur sínar.

Hins vegar er þetta ákaflega óraunsæ óskhyggja hjá Sjálfstæðismönnum, að halda að Ólafur F sjái hag sínum vel borgið með því að ganga í flokk þeirra aftur. Á hvaða forsendum ætti hann að gera það? Hann er í lykilstöðu í dag og það versta sem hann gæti gert í stöðunni væri að fara inn í ósamstíga hóp þar sem tilraunir hans til að hafa áhrif yrðu kæfðar í ósætti og þrasi, eins og gerðist í aðdraganda þess að hann gekk úr flokknum á sínum tíma. Ekki eru þeir líklegir til að bjóða honum stöðu oddvita síns, geri ég ráð fyrir.

Frjálslyndir vilja náttúrulega gjarnan eigna sér Ólaf. Íslandshreyfingin hefur haft frekar hægt um sig, en gætu vissulega gert eitthvert tilkall til hans líka, en mér segir svo hugur að hag Ólafs sé best borgið í bili ef hann heldur sig við að vera óháður. Vissulega stendur hann einn og óstuddur innan Borgarstjórnarinnar, en ef hann heldur það út til enda kjörtímabilsins stendur hann vel að vígi og getur dregið til sín trausta (vonandi) meðframbjóðendur á óháðum lista í næstu kosningum. Hann kæmist mjög líklega inn aftur. Innan D-listans mundi hann alltaf vera í vandræðum og þurfa að berjast af hörku fyrir öruggu sæti og áhrif hans myndu vatnast út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband