Zap - Hausmynd

Zap

Cottage Pie

Má til að skrásetja þessa uppskrift, svo ég gleymi henni ekki. Cottage Pie, eða Shepherd's Pie er enskur (og skoskur) réttur sem ég hef ekki bragðað öðruvísi en frekar bragðdaufan og óspennandi. Þetta Cottage Pie er hins vegar ekki sem verst.

800-1000g Nautahakk (eða blandað hakk, sem er heldur ódýrara)
600-800g Kartöflur
Blaðlaukur
Laukur
Sveppir
Smjör eða smjörlíki
Ítalskt Tómat Puree m. hvítlauk, Basil og Oregano
Krydd: Hvítlaukssalt, Sítrónupipar, Tandoori, Hot Chili duft, Worcestershire Sauce

Kartöflur soðnar.
Kjöt: Kjöt kryddað og brúnað í pínulítilli olíu. Worcestershire sósu skvett yfir. Tómatkraftur settur útí og ca. 2dl vatn. Látið malla á vægum hita meðan kartöflumúsin er útbúin.
Laukur og sveppir steikt á sér pönnu í olíu og sett út í kjöt.
Kartöflumús: ca. 25g smjör eða smjörlíki brætt í ca. 1-2dl mjólk. Kryddað með salti, Paprikudufti og jafnvel smá Dilli. Suða látin koma upp. Kartöflur maukaðar út í. Kjöt sett í ofnfast fat, kartöflumús látin þekja kjötið alveg. Dilli stráð yfir ásamt niðurskornum blaðlauk. Hitað í ofni við 180-200C í 5-10 mínútur.

Ágætt að láta matinn standa í 2-3 mínútur, jafnvel upp í 5 mínútur til að hann kólni örlítið. Berist fram með hrásalati eftir smekk. Ódýrt og gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Ég fékk að smakka. Þetta er einstaklega ljúffengt Cottage Pie:)

Þú ert reyndar snilldarkokkur bróðir sæll:)

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 7.2.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband