Zap - Hausmynd

Zap

Paraband ?

Ný samþykkt kirkjuþings um vígslu samkynhneigðra er um margt merkilegt framfaraskref og setur Þjóðkirkju Íslendinga í fremstu röð frjálslyndra trúfélaga. Ekki eru allir á eitt sáttir frekar en búast mátti við, hvorki Jón Valur né formaður Samtaka 78.

Ég hef reyndar ekki sett mig inn í alla umfjöllunina um þetta mál, en samþykkt þingsins fannst mér nokkuð vel orðuð og skynsamlega og til þess fallin að ná lendingu í því sem verið hefur erfitt mál innan Þjóðkirkjunnar.

Orðið 'hjónaband' virðist vera það sem nú ber á milli. Það situr í mönnum að hjónaband sé, eins og stendur í samþykktinni, 'sáttmáli milli karls og konu'. Mér þykir samkynhneigðum ekki endilega sýnd mismunun í því að kalla þeirra sáttmála ekki sama nafni, en þá vaknar spurningin hvaða orð eigi að nota.

Má ég leggja til orðið 'paraband' sem skilgreinist þá sem 'sáttmáli milli tveggja einstaklinga'. Það hugtak getur þá gilt um alla slíka sáttmála, hjónabönd sem staðfesta sambúð.

Hér áður fyrr var talað um að karlar kvæntust og konur giftust, en sú merking er nú í raun glötuð úr málinu. Vel mætti rifja upp merkingu þessara orða og skerpa ef til vill á þeim þannig að lesbíur kvæntust og hommar giftust þegar þau gengju í paraband.

Hendi þessu hér fram svona í hálfkæringi og til umhugsunar Undecided

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Skondin hugmynd hjá þér, þetta með að nota gömlu gildin. Ég verð nú samt enn stöku sinnum vör við að þetta er í heiðri haft, en samt hverfandi.

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 25.10.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband