Zap - Hausmynd

Zap

Ógæfuleg stjórnarandstaða D-listans

Ekki þykja mér Geir og félagar hans byrja gæfulega í stjórnarandstöðuhlutverki sínu.

Þetta upphlaup í sambandi við trúnað hvað varðar samskipti við AGS er í besta falli hlægilegt, úr munni forsætisráðherrans fyrrverandi sem lét þjóðinni ekki í té miklar upplýsingar um sín samskipti við sjóðinn á sínum valdatíma.

Og ásakanir um ósannsögli Jóhönnu hljóma líka einhvern veginn skringilega úr munni mannsins sem sagði þjóðinni að hann væri bara á reglulegum fundum sínum með DO helgina sem hrunið hófst. Ekkert óeðlilegt í gangi þá. Var það sannleikurinn? Ef ekki er hægt að segja sannleikann þá eru til aðrir kostir í stöðunni heldur en að ljúga.


mbl.is Segir túlkun Geirs byggja á misskilningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver man ekki eftir blaðamannafundum fyrrverandi forsætis- viðskiptaráðherra þegar ljóst var að aðkoma AGS væri staðreynd?

Þá gat hvorugur herrann upplýst alþýðu fólks um efnistök áætlunar AGS sökum trúnaðar.

Áróðursaðferðir Sjálfstæðismanna eru ekki í takti við tímann. Þeir átta sig alls ekki á vitundarvakningu almennings. Almenningur sér auðveldlega orðið í gegnum barnalega tilburði Sjálfstæðismanna til frávarps ábyrgðar sinnar á stjórnartíð sinni.

Kær kveðja,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband