Zap - Hausmynd

Zap

Auglýsi eftir rökstuðningi með og á móti verðtryggingu ...

Í þessari færslu auglýsi ég eftir rökstuðningi með og á móti því að haldið sé í verðtrygginguna.

http://karlol.blog.is/blog/karlol/entry/682878/

 


mbl.is Verðbólgan nú 15,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ég hef verið mikill talsmaður verðtryggingar og hef blokkað nokkuð um hana sem ég vil benda þér á

http://kristinnsig.blog.is/blog/kristinnsig/entry/613993/ 

Kveðja 

Kristinn Sigurjónsson, 27.10.2008 kl. 10:52

2 identicon

Hér eru 3 ágætis hlutlausar vefgreinar um verðtryggingu:

http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/verdtryggingin-i/

http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/verdtryggingin-ii/

http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/verdtryggingin-iii/

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:58

3 identicon

Var einmitt í gær að benda á varðandi lífeyrissjóðina, hvaða þýðingu verðtrygging hefur fyrir þá.
Frá því flestir lífeyrssjóðir (almenna kerfið) voru stofnsettir, en þeir urðu til í kjarasamningum árið 1969 og hófu flestir störf í ársbyrjun 1970, og allt fram til þess að Ólafslögin frá 1978 fóru í raun að virka, en það var í sjálfu sér ekki fyrr en 1983, þá brunnu iðgjöld sjóðfélaga nánast upp jafnóðum í þeirra verðbólgu, sem ríkti á framsóknaráratugnum. Þegar verðtryggingin tók að virka og raunvirði endurgreitt af lánsfé, þá fóru menn að gera sér grein fyrir stöðu sjóðanna. Þá kom í ljós, að þeir gátu alls ekki uppfyllt þær kröfur, sem reglugerðir þeirra lofuðu. Sjóðirnir endurskilgreindu sig og sömdu nýjar reglugerðir. Sárlega vantaði þó lagagrunn fyrir sjóðina, og það var ekki fyrr en þau voru að lokum sett og tóku gildi 1. júlí 1998, sem hann var fyrir hendi. Frá þeim tíma hefur svo sem ýmislegt gerst, en fram til hrunsins í byrjun þessa mánaðar voru lífeyrissjóðirnir óðum að ná þeirri stöðu að geta uppfyllt loforð sín um eftirlaun til sjóðfélaga. Nú hefur það reyndar mikið breyst, því sá hluti varðveislufjár sjóðanna, sem var bundinn í hlutabréfum og hlutdeildarbréfum í hinum ýmsu sjóðum, hefur rýrnað verulega. Það mun því taka langan tíma að ná aftur jafnstöðu í sjóðunum. Ef verðtrygging yrði afnumin, sem mikil krafa er nú um í samfélaginu, þá er ljóst að innan örfárra missera myndu sjóðirnir orðnir einskis virði, nema þeir fengju að flytja allt sitt fé í erlenda gjaldmiðla. Ef sjóðirnir verða alveg ónýtir, þá er ljóst að framfærsla þess fólks, sem fer á ellilífeyri, myndi að meira eða minna leyti lenda á ríkissjóði. Það myndi þýða gríðarlegan útgjaldaauka fyrir ríkissjóð, sem aftur myndi þýða miklar skattahækkanir, ofan á allt annað sem á ríkinu dynur. Ef sjóðirnir myndu verjast með því að flytja allt það fé úr landi, sem þeir hafa til varðveislu, myndi það þýða mikið gjaldeyrisútstreymi til viðbótar að það myndi enn auka á lánsfjárskort í landinu, sem er víst ærinn fyrir. Þannig að þarna er erfitt verkefni fyrir höndum. Afsakið hvað þetta er allt í símskeytastíl og illa fram sett, vonandi skilja samt einhverjir innihaldið.

Bóbó (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Karl Ólafsson

Bestu þakkir fyrir athugasemdirnar. Ég þarf góðan tíma sem ég hef ekki til þess að fara yfir þessi svör og það efni sem bent er á. Ég mun því reyna að tína til einhver svör og mótrök í nýrri færslu innan skamms, e.t.v. ekki fyrr en um næstu helgi.

Þó vil ég taka fram að ég er búinn að renna yfir þessar þrjár Vefritsgreinar sem eiga að vera hlutlausar um kosti og galla verðtryggingar. Greinarnar eru að mínu mati alls ekki hlutlausar, því ég fæ ekki betur séð en að dregin sé sú ályktun í lok greinaraðarinna að verðtrygging sé af hinu góða. Hlutlaus umfjöllun getur að mínu mati ekki endað á ákveðinni niðurstöðu á annan veginn. Þá verður hún úrskurður. Þá eru mörg atriði í þessum greinum sem kalla á andsvör, e.t.v. "Já, en..." svör, en engu að síður að mínu mati gild innlegg í umfjöllunina sem að mínu mati einskorðast um of af tveimur ráðandi þáttum:

1. Hagsmunum lífeyrissjóðanna. Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess að hagsmunir lífeyrissjóða séu tryggir. Ég er sjálfur að safna í minn lífeyrissjóð og þarf á því að halda að hann haldist sterkur. En forsendur hafa breyst, eins og ég kem inn á í tveimur bloggreinum mínum hér á undan sem fjalla um verðtrygginguna.

2. Einhvers konar uppgjöf fyrir því að það eigi bara að búast við því að verðbólga á Íslandi slái reglulega upp í um og yfir 20% og að vaxtastig muni því alltaf þurfa að vera hátt, e.t.v. 14-20%. Ég hafna því að það sé ásættanleg forsenda og tel reyndar að verðtryggingin hjálpi til við að halda því ástandi við. Það að leggja hluta hækkandi höfuðstóls í sífellu ofan á upprunalegan höfuðstól láns í þvílíku ástandi verður að svo stórum snjóbolta að útilokað verður að standa undir slíkum skuldbindingum þegar fram í sækir. Þá er lítið gagn í að dreifa byrðinni á 40 árin.

Í vefritsrein iii er bent á að það taki langan tíma, jafnvel áratugi að afnema verðtrygginguna. Ókei, byrjum þá núna strax, í þeirri endurhönnun fjármálakerfisins sem fyrir dyrum stendur þ.a. alla vega barnabörnin þurfi ekki að búa við þetta. Ég tel reyndar að ef við stígum þau skref sem stíga þarf muni þetta taka styttri tíma en áratugi, en nokkurn tíma samt. Sennilega of seint fyrir sjálfan mig og marga aðra þar sem höfuðstóll íbúðarláns er væntanlega kominn langt upp fyrir markaðsverðmæti eignarinnar (það veit enginn enn hversu hátt fall fasteignaverðs verður), en e.t.v. ekki of seint fyrir stálpuð og hálfstálpuð börn mín.

Meira síðar.

Karl Ólafsson, 27.10.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband