Zap - Hausmynd

Zap

Er Ísland fórnarlamb spunameistara?

Peter Mandelson er meistari spunameistaranna og er reyndar líklega fyrsti maðurinn sem hlaut þann vafasama titil 'Spin-Doctor' í Bretlandi.

Mandelson hefur tvisvar hrökklast úr ríkisstjórn Tony Blairs síðan 1997 vegna hneykslismála, eða alla vega mála sem þóttu nógu vandræðaleg fyrir Blair til að Mandelson yrði að víkja. Ekki að sambærileg mál hefðu nokkurn tímann orðið til þess að íslenskur starfandi stjórnmálamaður, nú eða ímyndaður afdankaður stjórnmálamaður í sæti Seðlabankastjóra þyrfti svo mikið sem að hugsa um að segja af sér. Enn á ný hefur Mandelson verið kallaður inn í ríkisstjórn Bretaveldis. Það varð honum sjálfum reyndar til nokkurrar undrunar og má því velta fyrir sér hvað olli þessu kalli.

Mandelson kom inn í ríkisstjórnina 3. október. Örfáum dögum síðar braust út 'Wad war' milli Íslands og Bretlands og getur maður ekki annað en velt fyrir sér hvort þetta sé ekki einum of mikil tilviljun. Það skyldi þó ekki vera að kalla hafi þurft spin-doctor til þess að takast á við efnahagsvandamál Breta? Það skyldi þó ekki vera að spin-doctorinn hafi lagt til að hart yrði tekið á Íslendingum fyrir klúður þeirra í bankamálum til þess að dreifa athyglinni frá þeirri staðreynd að þjóðnýta þurfti nokkra banka í þeirra eigin bakgarði? Með því að kenna Íslendingum um og beita þá hörðum aðgerðum mætti e.t.v. lágmarka skammirnar sem bitnuðu á stjórnvöldum fyrir aðgerðaleysi.

Ekki að ég sé að verja þá stöðu sem íslensku útrásarvíkingarnir, afsakið útrásarkverúlantarnir, hafa komið þjóðarbúinu í. Maður spyr sig hver endanleg tala þess tjóns verður sem við stöndum frammi fyrir. Í dag heyrði ég frá gömlum vinnufélaga búsettum í Austurríki að þarlendir bankar teldu sig hafa orðið fyrir 3ja milljarða evra tjóni vegna bankahrunsins á Íslandi. Ég hef ekki orðið var við að minnst hafi verið á Austurríki í fréttum hér heima af ósköpunum þ.a. maður spyr sig hvort fleiri lönd eigi enn eftir að bætast í hópinn og allt í einu byrjar sú tala sem einhvers staðar var nefnd sem 1000 milljarðar að hljóma of lág!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband