Zap - Hausmynd

Zap

Pólitíkin er skrýtin tík...

Nú hafa fjölmiðlar logað síðustu daga vegna upplýsinga sem lekið hafa út um óeðlilega háa styrki einstakra fyrirtækja til einstakra flokka og jafnvel einstakra frambjóðenda einstakra flokka.

Í ársbyrjun 2007 voru sett lög sem setja slíkum gerðum þröngar skorður, en að vanda hafa menn dottið niður á lausnir í fjármögnunarvanda stjórnmálaflokka og frambjóðenda sem gera jafnvel enn erfiðara en áður að rekja hvaða peningar til þeirra koma. Hvernig? Jú, með því að setja upp 900 númer sem kostar rúmar 1000 krónur að hringja í! Nú geta fyrirtæki og einstaklingar sem vilja styðja sinn flokk dyggilega einfaldlega hringt í tíma og ótíma í 900 númer síns flokks, t.d. 1000 sinnum og þar með er komin milljón og enginn getur rakið þetta nema með aðgangi að símafærslum.

Er þetta ekki brillíant kerfi? Spurning hvort ekki hefði verið betra að hafa engin hámörk á styrkjum, en gera frekar kröfu um opið bókhald?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband