5.1.2009 | 02:06
Krónan styrktist ekki, Pundið veiktist ...
Í Bretlandi er gengi Evrunnar á móti Sterlingspundinu nú 1:1 í fyrsta sinn í sögunni og búist er við áframhaldandi falli á gengi pundsins.
Án þess að ég hafi lagst yfir gröf og upplýsingar um innbyrðis gengisbreytingar sem standa á bak við þessa fullyrðingu í fyrirsögn þessarar fréttar ætla ég að halda því fram hér að mín fyrirsögn sé réttari.
Krónan styrktist í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,23% í dag en gengisvísitalan byrjaði í 216,30 stigum en var við lokun gjaldeyrismarkaða 215,81 stig,"
Þetta þýðir ósköp einfaldlega: Krónan styrktist.
Flókna útgáfan: "Krónan styrktist gagnvart körfu af öllum helstu viðskiptagjaldmiðlum"
Það þarf hvorki gröf né frekari upplýsingar um innbyrðisgengisbreytingar, né þínar persónulegu skoðanir.
OK?
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 04:41
... *reyndar* að því gefnu að í stað "Gengisvísitala krónunnar hækkaði" eigi að standa "Gengisvísitala krónunnar lækkaði" en annað í greininni sé rétt. Það er líklegra að sú sé villan en að tölum vísitölunnar sé víxlað milli morgun og lokagildis og að fyrirsögnin sé vitlaus. Jafnvel þó að svoleiðis klúður sé ekki ofverkið mbl-manna.
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 08:49
Björn,
minn punktur er sá að það er villandi að tala um að krónan hafi styrkst þó lítilsháttar breyting (lækkun eins og þú réttilega bendir á) hafi orðið á gengisvísitölunni, ef sú breyting er að mestu eða öllu leyti afleiðing af falli pundsins en ekki sökum raunverulegrar styrkingar krónunnar í alþjóðlegum viðskiptum. Réttara væri þá að hafa fyrirsögnina 'Gengisvísitalan lækkaði lítilsháttar vegna lækkunar Sterlingspundsins'. En það má vel vera að krónan hafi styrkst gagnvart öðrum myntum líka á föstudag, það er það sem ég eyddi ekki tíma í að kanna og mun ekki gera þar sem það skiptir afar litlu máli.
Og þá er maður ekki einu sinni farinn að tala um það að krónan er ekki í frjálsum alþjóðlegum viðskiptum! Því er allt hjal um gengisþróun hjóm eitt þar til raunverulega reynir á hana með fullu floti í báðar áttir.
Karl Ólafsson, 5.1.2009 kl. 09:50
Gengisvísitalan er ekki að lækka vegna falls pundsins, heldur vegna þess að gjaldeyrismiðlarar á Íslandi lækka vísitöluna sem þeir nota til viðmiðunar við viðskipti sín. Vísitalan getur verið gjörsamlega óhreyfð þó pundið snarlækki gegn evru.
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.