Zap - Hausmynd

Zap

Leiðindasiður

Í leti minni ætla ég að leyfa mér að taka hér upp þann leiðindasið að geyma í sér færslu tilvísanir í umræður annars staðar þar sem ég hef skellt inn athugasemdum.  

Byrjum á þessari færslu Púkans, en skarpskyggn sem hann oft er get ég ekki fallist á hans sjónarmið og það sem er ekki hægt að kalla annað en fordóma gagnvart fólki sem af einhverjum ástæðum hefur komið sér í skuldir sem nú eru orðnar þeim ofviða. Þessi færsla er hér.

Síðan er það færsla Hrannars Björns Arnarssonar, en hann er aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Í færslu sinni telur hann að menn séu að krefjast skottulækninga í stað raunhæfra aðgerða til bjargar heimilum landsins. Hans færsla er hér.

Það sem fer mest í taugarnar á mér í málflutningi þeirra sem verja verðtrygginguna fram í rauðan dauðann eru smjörklípuröksemdir þeirra og hvernig þeir tala niður til þeirra sem vilja raunhæfa endurskoðun verðtryggingakerfisins og þeirra sem benda á leiðir sem hægt væri jafnvel að fara í átt að afnámi kerfisins.

Ég hef ekki nennu til þess í kvöld að taka þetta saman eina ferðina enn, en áskil mér að sjálfsögðu rétt til þess að gera það síðar, sér í lagi ef umræðan í þjóðfélaginu heldur áfram á þeim nótum sem hún hefur verið. Það er ekki að sjá að það sé til þess nokkur vilji meðal ráðandi afla að breyta nokkru sem gæti komið sér vel fólk sem er að reyna að eignast húsnæði. Það verður ekki nóg að ganga í gegnum þingkosningar til að ná fram breytingu þar á, heldur mun verða nauðsynlegt að skipta út forystufólki í verkalýðshreyfingunni líka til þess að hægt verði að koma nýjum sjónarmiðum að innan lífeyrissjóðanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Karl,

þarft þú ekki að skrá þig hjá  blogggáttinni.

Bloggið er mun meira lesið ef þú ert skráður þar. Allir helstu bloggararnir eru þar og allir eru á jafnréttisgrundvelli.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Karl Ólafsson

Sæll Sveinn,

Takk fyrir ábendinguna, ég skoða það mál :-) Hef ekki kynnst blogggáttinni, en hún lítur út fyrir að vera mjög fjörug.

Karl Ólafsson, 30.11.2008 kl. 16:00

3 identicon

Síðan ég byrjaði þarna, hafa þungavigtar bloggarar oft tekið það upp sem ég hef verið að skrifa. Einnig hefur það verið tekið upp í blöðunum, sérstaklega hjá DV.

Þarna getur þú náð að vekja meiri athygli á þínum málum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 21:47

4 identicon

Þegar þú ert kominn þarna inn, þá er ágætt að blogga einu sinni á dag, til að halda sér á lofti. Allt í lagi þó að það séu aðeins nokkrar línur í hvert sinn.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband