25.11.2008 | 01:35
Frábær málflutningur Benedikts
Það er ekki lengur hægt að afgreiða þetta mál með því að segja að það sé ekki hægt að hreyfa við verðtryggingunni. Það hafa komið fram margar hugmyndir um hvernig það mætti gera. Það hafa ekki komið fram sterk rök fyrir því að þetta sé ekki hægt.
Ekki voru mótrök Árna Matt að mínu mati sterk. Enn er klifað á því að verðtryggingin standi undir frekari lánveitingum. Ef það er satt er um stórhættulegt bólukerfi að ræða, en eins og við ættum að vera farin að þekkja af reynslunni springa allar bólur. Allar! Það er ekki hægt að búa til bólukerfi sem bara heldur áfram að bólgna og bólgna án þess að nokkru sinni sé hleypt af þrýstingi. Annars bara springur kerfið og það er það sem verðtryggingin er að gera núna. Hún springur með því að fjöldinn allur af fjölskyldum mun missa eignir sínar og mikill fjöldi þeirra mun yfirgefa landið.
Hvet alla til að kynna sér betur rök með og á móti verðtryggingu með opnum huga. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál og það er ástæða fyrir því að þetta er nánast séríslenskt fyrirbæri!
Verðtryggingin verði fryst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil taka undir það sem þú ert að segja. Stjórnmálastéttin virðist vera algjörlega föst með hausinn í sandinum. Ég velti því fyrir mér hvað myndi gerast ef öll þessi vitleysa væri bara tekinn úr sambandi og hlutirnir fengju að hafa sinn eðlilega gang. Hagkerfið er jú að öskra á okkur og segja að það þurfi leiðréttingu. Taka verðtrygginguna bara úr sambandi og hætta að lána. Það er þá ekki verið að taka stöðu með neinum sérstökum aldurshóp. Setja bara raunvexti á. Af hverju má ekki skoða svona möguleika?
Sú aðferð sem er verið að nota núna dæmir unga fólkið okkar í ævilangt skuldafen og við verðum að spyrja okkur hverju er verið að bjarga og hvort það sé þess virði.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 00:01
Nákvæmlega Jakobína, ég hef einmitt verið að reyna að vekja athygli á því að við eigum ekki að dæma börnin okkar í áframhaldandi verðtryggingarböl.
Og ef markaðirnir eiga að fá að ráða, þá eiga þeir að fá að ráða í friði. Ef aðeins býðst óverðtryggt húsnæðislán á 20% vöxtum, þá tekur enginn húsnæðislán, nema um sé að ræða lága upphæð. En er einhver að taka húsnæðislán í dag? Eru einhver lán í boði í dag? Nú er tækifærið að afnema verðtryggingu á nýjum lánum. Reyndar vil ég eindregið hvetja unga fólkið og reyndar alla til þess að hafna tilboðum um verðtryggð lán héðan í frá. Það væri náttúrulega ein leiðin til þess að láta markaðinn ráða. Hættum að taka þessi lán! Smám saman yrði að grípa inn í til þess að koma mörkuðum af stað og vextir myndu þrýstast niður, sennilega nokkuð hratt.
Takk fyrir athugasemdina.
Karl Ólafsson, 26.11.2008 kl. 00:14
Hugmyndin sem ég kom með áðan var svona: Afhverju hefur okkur aldrei dottið það í hug að leita til mannréttindadómstóls Evrópu um réttmæti þess að lán hér séu verðtryggð þegar ekkert annað í landinu er verðtryggt (nema kannski eldrneyti). Svo ætti spyrja í leiðinni hvort það brjóti ekki í bága við mannréttindi að hneppa okkur og börn okkar í fjötra vegna skulda banka sem voru í einkaeigu......
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.