9.4.2008 | 19:45
... svo ekki verði fleiri slys !!! .... Come - on !!!
Steinunn Valdís lætur þau orð falla að bæta verði úr merkingum svo ekki verði fleiri slys.
Einhver sem ég náði ekki nafninu á frá Vegagerðinni segir að hann viti ekki hvort hægt sé að tala um fjölda slysa, en þó séu þau of mörg.
Vegamálastjóri segir að merkingar hafi verið í lagi en ljóst sé að þær megi samt bæta og nú eigi að gera það...
Ég segi bara, hvað eru margir búnir að tala um síðan a.m.k. í haust að þessi vegakafli sé slysagildra og aðeins tímaspursmál hvenær alvarleg slys myndu verða. Þessi umræða komst aðeins í gang í haust eftir að nærri lá í nokkur skipti að slys yrðu. Ég tók aðeins þátt í þeirri umræðu hér á blogginu.
Ekkert gerðist. Fyrr en allt í einu núna, eftir alvarleg slys! Ég fullyrði hér og nú að þessum slysum mátti forða ef hausnum hefði ekki verið stungið ofan í sandinn. Þessi slys skrifast á ábyrgð Vegagerðar Ríkisins að mínu mati. Það þýðir að mínu mati ekkert fyrir þá að skjóta ábyrgðinni yfir á verktaka sem komnir eru á hausinn. Reglurnar um merkingar við svona aðstæður verða að vera miklu, miklu harðari og ég hef bent áður á að það á að líta til vegmerkinga í Bretlandi í þessu tilviki og innleiða pínulítið brotabrot af þeim reglum hér. Það mundi duga og þessi slys heyra sögunni til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
Athugasemdir
Hver er ábyrgur?
Var að setja inn þessa athugasemd hjá Mörtu Helgad. Skelli henni hér líka.:
Slys þetta sem öll önnur eru ömurleg. Nú hef ég verið lokuð inni í allan dag og ekki heyrt fréttir nema í morgun og nú.
Tvennt sem kom upp í huga mér varðandi þetta fyrir utan það hversu leitt er að heyra hvað margir eru þarna fórnarlömb og alvarlega slasaðir er að þetta slys virðist vekja meiri athygli en sambærileg slys sem orðið hafa og að svo virðist sem reyna á að hengja Vegagerðina þ.e. að hún innan gæsalappa sé einhver sökudólgur.
Alla vega langar mig að segja að hvort sem það eru þessi fórnarlömb eða önnur að þá er líf allra jafn mikils virði ef má orðað það svo og hitt að ég stórefast um að Jón Rögnvaldsson hjá Vegagerðinni sé einhver sérstakur sökudólgur í þessu máli.
Kolbrún Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 20:12
Ég get alveg fallist á það að Jón Rögnvaldsson sé ekki sökudólgur hér, enda skelli ég hvergi skuldinni á hann. En það er ekki eins og það hafi ekki verið uppi háværar raddir hér í haust að merkingar á þessum stað væru ekki fullnægjandi. Vegagerðin, sem stofnun sem ber ábyrgð á vegamálum og vegaframkvæmdum getur ekki endalaust sagt að merkingar á þessum stað séu fullnægjandi og samkvæmt einhverjum stöðlum sem hvergi hefur verið lýst nánar svo mér sé kunnugt um.
Og það er að mínu mati ábyrgðarleysi að segja að ekki megi verða fleiri slys þarna, þau áttu aldrei að þurfa að verða, þau sem orðin eru. Það er minn punktur.
Karl Ólafsson, 9.4.2008 kl. 20:20
Fyrirgefðu Kolbrún, ég ætlaði líka að þakka þér innlitið :-)
Þú spyrð beint hver sé ábyrgur og svo ég svari því beint tel ég það vera Vegagerð Ríkisins. Auðvitað er það nokkur einföldun því öll erum við ábyrg fyrir sjálfum okkur í umferðinni og verðum að haga okkur og aka eftir aðstæðum. Ég hef ekki hugmynd um nákvæm tildrög þessa slyss, en það verður bara ekki aftur tekið að vegmerkingar á þessum vegakafla eru á engan hátt fullnægjandi til þess að fulls öryggis vegfarenda sé gætt.
Karl Ólafsson, 9.4.2008 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.