28.3.2008 | 14:18
Stóra planið frumsýnt í kvöld - Ég missi af frumsýningunni - :-(
Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst miði á frumsýningu nýrrar íslenskrar kvikmyndar.
Yngsti sonur minn leikur hlutverk hins unga Davíðs (persóna Péturs Jóhanns) í Stóra Planinu. Mikil eftirvænting er búin að vera hjá honum og allri fjölskyldunni eftir frumsýningu myndarinnar, en þá ber svo við að ég þurfti að fara í vinnuferð akkúrat í þeirri viku sem frumsýningin verður (í kvöld). Nú er ég á leiðinni heim í gegnum London, en missti af fyrri vélinni heim (munaði 20 mínútum!) og því missi ég af viðburðinum :-( Reiknaði reyndar með því allan tímann að þetta ekki gengi upp, en með því að hlaupa frá T3 yfir á T1, gerði ég heiðarlega tilraun til þess að ná fyrri vélinni, en það sem sagt mistókst. Alltaf þarf Icelandair að vera á réttum tíma þegar maður þarf á því að halda að þeim seinki aðeins.
Hlakka til að skreppa í bíó til að sjá myndina. Og ég óska Poppoli Pictures, Ólafi De Fleur Jóhannessyni og öllum öðrum aðstandendum myndarinnar innilega til hamingju fyrirfram með afraksturinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.