23.2.2008 | 15:31
Guð er til.
Ef litið er yfir þær bloggfærslur sem mestar umræður draga til sín hér í mbl bloggheimum og víðar er oftar en ekki um að ræða málefni tengd trúarbrögðum. Þessar færslur draga til sín andstæða póla eins og segull dregur að sér járn. Upp hefjast gjarnan barnaleg rifrildi og skítkast á báða bóga þar sem hvorugur armurinn gefur þumlung eftir og sjaldan eða aldrei sér maður menn komast að þeirri niðurstöðu að rétt sé að borin sé virðing fyrir lífsskoðunum mótaðilans.
Síðustu daga hefur borið nokkuð á umræðum um það hvort Guð sé til eða ekki og sýnist sitt hverjum. Sem fyrr eru báðar fylkingar þess fullvissar að þær hafi hið eina rétta svar. Hér er ein færsla þar sem fullyrt er að Guð sé ekki til. Jón Frímann, bloggvinur minn, er fastur á þeirri skoðun sinni og það er svo sem ekkert að því að hafa þá skoðun. Ég setti inn hjá honum athugasemd, en datt svo í hug að koma þessari skoðun sem ég hef á málinu á framfæri hér líka. Ég er náttúrulega með sama marki brenndur og þessar stríðandi fylkingar að ég tel mig hafa eina rétta svarið
Ég trúi ekki á tilvist þess guðs sem gyðingar, kaþólikkar, mótmælendur (Lútherstrúar), múslímar eða önnur eingyðis trúarbrögð lýsa. Ekki í þeirri mynd sem menn (ath: MENN) hafa búið sér til og boðað. En ég trúi því hins vegar að til sé máttur mér æðri. Það er auðvelt að trúa því bara með því að horfa á náttúruna. Þess vegna segi ég: Guð er til! Hann er það sem ÞÚ kýst að hann sé og hann er ÞÉR æðri. That's it.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þó einhver vera sé þér æðri/máttugri þá er frekar lummó að leggjast í duftið eins og þræll fyrir henni og kalla hana guð, hvað er maður annað en hundur ef hann gerir slíkt.
Ekki gengur maður brosandi í fang þessarar veru því þú veist ekkert hvort þú ert bara eins og lamb á leið í sláturhús.
Find it & nuke it i say
DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:39
En DoctorE, sagði ég einhvers staðar að þessi æðri máttur hlyti að vera vera?
Karl Ólafsson, 23.2.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.