Zap - Hausmynd

Zap

Pirringur vegna auglýsingar

Margir hér á Moggabloggi hafa verið að láta fara í taugarnar á sér að mbl skuli dirfast að skella inn auglýsingu til hliðar við síður þeirra.

Einn bloggvinur minn (og á ég ekki marga) hefur lokað á blog sitt út af þessu. Annar bloggvinur minn er horfinn enn eina ferðina, en ekki út af þessu held ég :-) En sá bloggvinur er boomerang og lofar því að koma alltaf aftur. Ég treysti á það, því fáir skrifa skemmtilegri færslur. Þá eru bara 2 eftir virkir :-(

En skiptir þetta svona miklu máli hvort auglýsing birtist til hliðar við bloggið? Eru menn ekki að gleyma því að þeir eru að njóta ákveðinnar þjónustu endurgjaldslaust, þ.e. að fá að hýsa síðu undir skoðanir sínar, lífsviðhorf og dagbækur og ég veit ekki hvað. Er óeðlilegt að 'Sponsorinn', þ.e. mbl, nýti sér þennan miðil til að afla tekna sem geti staðið undir rekstri þjónustunnar? Sá sem vill svo ekki sjá auglýsinguna getur slökkt á henni í vafranum sínum. En sumir hafa svo sterk prinsip að þeir líða ekki svona og færa sig eitthvað annað. Auglýsingarnar hafa bara þann tendens að elta þá þangað líka :-)

Kannski er það bara pirringurinn að það skuli vera Nova sem auglýsir. Einhver tengsl eru náttúrulega til á milli Nova og eigenda Moggans þessa dagana. Nova fer reyndar ferlega í taugarnar á mér. Einn sona minna á Nova síma og ég þoli ekki að hringja í hann. Í stað Duuddd.....duuuddd hringingar kemur einhver argans hávaða tónlist (ömurleg í þokkabót), sennilega eitthvað rusl sem er hægt að kaupa fyrir lítið fé og nota án stefgjalds, svona eins og fyrirtæki nota stundum þegar þau setja mann á bið í símanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband