Zap - Hausmynd

Zap

Til varnar Spaugstofunni. Mín túlkun...

Menn keppast um það hver um annan þveran hér í blogg-heimum að kasta skít í Spaugstofuna fyrir að hafa ráðist með lúalegum hætti á persónu Ólafs F, borgarstjóra.

Ég fór út í það að setja inn athugasemd á stöku stað, en sé nú að það gengur ekkert, það eru svo margir að tjá sig um þetta og það sém ég hef séð er allt á frekar neikvæðum nótum.

Því er kannski betra fyrir mína eigin geðheilsu að slá inn nokkra stafi hér :-) (No pun intended).

Ég velti þessu nefnilega aðeins fyrir mér meðan á þættinum stóð, hvað fyrir þeim Spaugstofumönnum vekti með þessari meðferð á Ólafi. Ég hins vegar kýs að túlka þetta spaug sem hárbeitt skot á þá sem töldu sig eiga einhvern heilagan rétt á að fá að vita allt um heilsufarsvandamál Ólafs F og gerðu sér pólitískan mat úr veikindum hans. Í því ljósi verður þetta spaug alveg drepfyndið og sér í lagi ef Ólafur F sjálfur getur tekið þessu með þeim hætti. Rétt er líka að benda á að Ólafur kom fram í 24 stundum í gær og tjáði sig um eðli veikinda sinna og því í mínum huga hægt að taka allar vangaveltur um þau út af öllum borðum.

En ég virðist vera í minnihluta með þessa túlkun. Þætti fróðlegt að vita hvort fleiri hafi skilið þetta svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Mér fannst spaugstofan vera með stórfínan þátt í gær, Laugardagskvöld. Ég hafði mikið gaman af langflestu því sem þeir tóku fyrir og skellti uppúr við einstaka atriðum. Samt fannst mér þeir gera of mikið úr veikindum Ólafs. Mér hefði fundist nóg að nýta athvæðafjöldann og kannski bara hafa hann svona hálfstarandi tómlega út í loftið með þær tölur í munni í sífellu - en sleppa hefði mátt sjúkrahússloppnum alveg út.

Mér fannst það kostulegt að einn ágætur dómari skyldi lenda í því að verða gerður að handboltadómara - og einnig hvernig sjálfstæðisfólk stóð á nálunum yfir því að ekkert komi nú fyrir blessaðan borgarstjórann svo engin "óvelkomin" Mar(g)grét kæmist nú með puttana í allan hamaganginn í valdabröltinu.

Í heildina fannst mér spaugstofuþátturinn vera mjög góður. *klapp*.

Tiger, 27.1.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

blessaður Kalli. ég er hjartanlega sammála

Brjánn Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Karl Ólafsson

Blessaður Brjánn, ert þú enn að vinna á okkar gamla vinnustað?

Já, mér þótti skondið að sjá í Kastljósinu áðan að ég hafði skilið tilgang þeirra Spaugstofumanna eins og þeir höfðu greinilega ætlast til. Það er bara leitt að Borgarstjórinn nýi skuli ekki hafa túlkað þetta með sama hætti og frekar gripið þetta á lofti og nýtt sér í hag heldur en að kvarta yfir persónulegri árás á sig.

Karl Ólafsson, 28.1.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband