15.1.2008 | 20:23
Allt helv.... matsnefndinni að kenna, ekki satt?
Kaldhæðni hefst:
Þá er það komið á hreint og hafið yfir allan vafa. Það að tiltrú fólks á dómaraskipun á Íslandi hefur beðið hnekki er alfarið matsnefndinni að kenna! Árni Matt sagði það í Kastljósinu áðan. Hlýtur það ekki að vera alveg satt og rétt hjá honum?
Ef nefndin hefði bara þekkt sinn stað í valdakerfinu, þá hefðu þeir náttúrulega ekki farið af stað með eitthvað helv.... væl um að ráðherra sniðgengi mat þeirra á hæfustu umsækjendunum. Þeir gerðu bara mistök! Þeir áttu að vita það sem stendur í lögunum að ráðherra er ekki bundinn af þeirra mati og beinlínis verður að fara eftir mati flokksin......nei, ég meina ..... sínu eigin mati á hæfni umsækjendanna. Og ef gagnrýnendur ákvörðunar Árna hefðu haft öll gögnin í höndunum hefðu þeir náttúrulega átt að geta séð að hans mat var alveg hárrétt og hann valdi hæfasta umsækjandann eftir að hafa farið yfir öll gögnin. Óskiljanlegt hvernig nefndin gat litið framhjá öllum kostum lang hæfasta umsækjandans
Og svo er náttúrulega einkennilegt hvað menn eins og Freyr fyrrverandi dómari og prófessor Sigurður Líndal eru harðorðir og skrýtinn þeirra málflutningur. Að vísu var Árni ekki alveg búinn að lesa alla greinina hans Sigurðar, ... hann var nefnilega truflaður í miðju kafi, ... en Sigurður er óþarflega harðskeyttur, er það ekki?
Kaldhæðni endar
Hm. Hitti ég kannski naglann á höfuðið í síðustu færslunni minni þegar ég skaut aðeins í sambandi við hversu langt CV-ið hins nýskipaða dómara var?
Það er alveg sama hversu oft Árni segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun í þessu máli, ég kaupi þetta ekki og er enn á því að þetta hafi átt sér stað nokkurn veginn á þann hátt sem ég lýsti um helgina.
Færsla uppfærð lítillega til að forðast misskilning.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Facebook
Athugasemdir
Enginn getur varið þessa ráðningu
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 21:00
Ég breytti færslunni lítilsháttar svo þeir sem nenntu ekki að lesa hana til enda haldi ekki að ég sé að taka undir málflutning ÁM.
Svo dró ég örlítið úr blótinu.
Karl Ólafsson, 15.1.2008 kl. 23:46
Hólmdís,
aðeins innvígðir og innmúraðir eins og einhver orðaði það svo ágætlega :-)
Karl Ólafsson, 15.1.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.