Zap - Hausmynd

Zap

Spyrnur af götunum .... og inn á Kvartmílubrautina!

Þegar ég var átján ára höfðu lengi tíðkast götuspyrnur kraftmikilla tryllitækja á Geithálsi á Suðurlandsvegi og svo í Kúagerði á Reykjanesbrautinni.

Þegar spyrna átti að fara fram var stillt upp bílum í sitt hvorn enda svæðisins sem útvörðum og áttu bílstjórar þeirra að blikka ljósum ef sást til umferðar. Þegar allt var autt í allar áttir var stillt upp í snatri, einn stökk fram fyrir bílana og taldi niður og svo var spyrnt. Þarna urðu til margar goðsagnir.

Ég varð vitni að líklega einni af síðustu spyrnunum sem áttu sér stað í Kúagerðinu. Þar spyrnti vinnufélagi minn á Plymouth GTX 426 Hemi, líklega um 500 hestafla græja við einn af mínum bestu vinum sem var á Dodge Challenger 440. Hemi græjan stakk Challengerinn af með miklum mun. En fljótlega eftir þessa spyrnu var Kvartmílubrautin fullgerð og götuspyrnur hreinlega lögðust af um tíma hér á höfuðborgarsvæðinu.

Ný síðustu misseri hefur af einhverjum ástæðum verið girt fyrir að menn kæmust inn á Kvartmílubrautina. Mér hefur heyrst að þetta sé m.a. vegna krafna LÍA um formlegan umbúna æfinga og keppna, en einnig hefur það sjónarmið heyrst að þetta sé gert til að verja brautina skemmdum.

Í ljósi sívaxandi fjölda frétta af ökumönnum sem teknir eru við hraðakstur, reykspól og spyrnur legg ég eindregið til að gamla kvartmílubrautin verði opnuð öllum almenningi til notkunar á eigin ábyrgð! Jafnframt verði boðið þar upp á skipulagðar æfingar þar sem menn fengju að reyna sig á móti klukkunni ('jólatrénu').

Ég legg svo til að önnur braut verði byggð fyrir kvartmílukeppnir og aðrar akstursíþróttir, þ.e. braut lögð í hring með beygjum og beinum köflum sem henta fleiri en einni grein kappaksturs. En það verður að vera til staður fyrir menn að bregða sér á og skvetta úr bensíntanknum til þess að það sé hægt að ætlast til þess að menn stilli sig betur í umferðinni innan um aðra vegfarendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband