8.3.2007 | 23:51
Og raunverulegu áhrifin eru ....
Eins og ég les og skil þessa tilvonandi stjórnarskrárbreytingu breytir hún í raun nákvæmlega engu.
Sem sagt, þjóðin á auðlndirnar, en ....
Löggjafinn getur með lögum sem hann setur ákveðið einhliða án þess að spyrja þjóðina hvernig auðlindum þjóðarinnar skuli ráðstafað.
Rétt eins og hann (þ.e. löggjafinn) hefur sett lög sem veitir tilteknum aðilum nánast eignarréttarlegan aðgang að fiskistofnum í eigu þjóðarinnar. Og rétt eins og landsvæði sem jafnvel eru í viðurkenndri og þinglýstri einkaeign hafa verið tekin eignarnámi og endurúthlutað til aðila sem þar með fá ótakmarkaðar (aftur, nánast eignarréttarlegan) aðgang að landsvæðinu til orkuöflunar (sem dæmi).
Hverju breytir þetta nýja stjórnarskrárákvæði fyrir þjóðina sem slíka? Orðalag ákvæðisins leyfir áfram nákvæmlega sömu lagaráðstafanir og áður. Jafnvel mætti rökstyðja að ástandið versni, því með þessu ákvæði eru þessar lagaráðstafanir hafnar yfir vafa um hvort stjórnarskráin leyfi þær í raun. Þanng er verið að dulbúa breytingu sem í raun tekur ákveðinn yfirráðarétt af þjóðinni og kynna sem jákvæða breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins, því jú, 'Þjóðin á að eiga auðlindirnar'.
Er þetta ekki gegnsætt, eða er ég bara vænisjúkur?
Svo hef ég eina spurningu. Mig rámar í að það þurfi að samþykkja stjórnarskrárbreytingu á tveimur þingum, ekki rétt? En þarf ekki þjóðin líka að samþykkja breytinguna? Mig hálflangar til að greiða atkvæði mitt gegn þessari
Þjóðareign í stað sameignar þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.