5.12.2010 | 19:59
Trúarjátningin
Ég birti hér óbreyttar vangaveltur föður míns, Dr. Ólafs Halldórssonar handritafræðings, um trúarjátninguna, að hans beiðni. Í mörg ár hefur orðalag íslenskrar þýðingar trúarjátningarinnar farið í taugarnar á gamla manninum, þannig að nýlega skoraði ég á hann að skrifa nú grein um málið og ég skyldi birta hana á blogginu mínu til að sjá hvort að hægt væri að vekja umræðu um þetta.
Gaman væri að fá skoðanir leikra sem lærðra á þessu.
ATH: ég á í einhverjum vandræðum með að fá blog ritilinn til þess að samþykkja hjá mér ný línubil þ.a. þau vantar á stöku stað í textann hér fyrir neðan. Ég laga það síðar ef ég finn út úr þessu.
-----------------
Ólafur Halldórsson
Trúarjátningin.
Ekki veit ég betur en að í hverri guðsþjónustu, þar sem prestar íslensku kirkjunnar þjóna, sé það fastur liður að presturinn segi við söfnuðinn: Vér skulum játa vora heilögu trú og fari síðan með trúarjátninguna, og að minnsta kosti einhver hluti safnaðarins taki undir með honum. En mig grunar að hvorki presturinn né þeir sem þylja með honum íhugi hvað það er sem þeir játa að sé þeirra heilaga trú. Mér virðist því tími til kominn að gera grein fyrir hvað í þessari trúarjátningu styðst við Biblíuna og hvað er komið úr öðrum ritum. Til að átta sig á því er einfaldast að taka hana fyrir grein fyrir grein.
1. Ég trúi á guð föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Þetta styðst við upphafsorð Biblíunnar, fyrstu setninguna í fyrstu bók Móse.
2. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, drottinn vorn sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn,...
Og nú versnar í því:
... steig niður til Heljar.
Niður hvert? Þetta er ættað úr riti sem hefur verið nefnt Nikódemusar guðspjall. Latneskan texta þess, sem er varla yngri en frá fjórðu öld eftir Krists burð, gaf þýskur guðfræðingur,Constantinus Tischendorf (18151874) út í bók sinni, Evangelia apocrypha, Leipzig 1853, bls. 368-410. Þessi texti er í mjög nákvæmri íslenskri þýðingu, nefndur Niðurstigningar saga, einn elsti texti sem er til á íslensku, en því miður ekki alveg heill í elsta handritinu (AM 645 4to). Þessa gömlu þýðingu, sem er á einstaklega fallegu máli, gaf Norðmaðurinn C. R. Unger (18171897) út eftir þremur handritum í safnriti sínu, Heilagra manna sögur II, Christiania 1877, bls. 1-20, en hér á landi hefur hún ekki verið gefin út. Þar er að sjálfsögðu nefnt helvíti, en ekki Hel, sú sem í gamalli norrænni heiðni réð fyrir dánarheimum.
3. Reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.
Það sem hér á undan segir af pínu, dauða og upprisu Krists styðst við frásagnir guðspjalla Nýja testamentisins, sjá Lúkasar guðspjall, 1,2632 og 22.24.
4. Steig upp til himna, situr við hægri hönd guðs föður almáttugs og mun þaðan koma og dæma lifendur og dauða.
Þetta er komið alla leið frá þeim gömlu og góðu katólsku dögum þegar jörðin var ennþá flöt og himininn yfir henni eins og hvelfing úr föstu efni, þar sem himnaríki var og guð sat á sínum konungsstóli með einkason sinn, Jesúm Krist, sér til hægri handar.
5. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Ætli ekki nokkuð margir kirkjugestir þurfi að hugsa sig um áður en þeir taka sér þetta í munn, að minnsta kosti þeir sem ekki eru katólskir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hel að sá gamli hefði gaman af því að spjalla við guðfræðinginn Robert M. Price, sem einmitt hefur haslað sér völl, sem efasemarmaður eða an-fundamentalisti. Hann hefur einmitt talað í þessa veru. Email: criticus@mindvendor.com
Hann heldur úti vefsíðunni:http://www.robertmprice.mindvendor.com/ og hefur gefið út fjölda bóka um biblíufræðin og sækir margt til þýsku radíkalananna og kristmýtuskólans.
Hann helur úti skemmtilegu hljóðbloggi, þar sem hann svarar spurningum biblíuáhugamanna og ræðir fæðin oft í afslöppuðum og jafnvel gamansömum tón Hann kallar síðuna: Bible Geek.
Það væri gaman að heyra álit föður þíns á þýðingu Biblíunnar, t.d. Á Míka 5:1 þar sem meintur spádómur er um fæðingarstað frelsarans. Þar er Betlehem ýmist kölluð héraðsborg eða smáborg, þótt að í frumtextanum se fjallað um ættflokkinn eða Klanið Betlehem Efrata. Ekki stað. Tilvísanir um hvaða ættflokk er að ræða má svo finna annarstaðar í bókinni.
Að mínu mati er hér um helbera fölsun að ræða, sem sprettur af þeirri lítt auglýstu staðreyn að Betlehem í Júdeu var ekki til á tímum Krists (ekki frekar en Nasaret: sjá m.a. René Salm) Ekkert hefur funist í Betlehem, sem sýnir að þar hafi verið biggð og má bena á fornleifafræðinga eins og Aviram Oshri varðani þær rannsóknir.
Fyrstu merki byggðar er kirkja sú sem móðir Constantínusar lét byggja. Háölruð Keisarmóðirin Helena. Hún fann einnig m.a. Kyrtil Krists, naglana, sem hann var negldur upp með, krossinn sjálfan og bönin, sem hann var bundinn með, svo eitthvað sé nefnt. Þetta má finna í kirkjum víða um evrópu.
Þetta er allavega vert að brjóta heilan umm ef menn nenna. Þessir hlutir sem hámenntaðir guðfræðingar hafa vitað lengi en enginn segir frá úr préíkunarstólnum.
Varðani frekari athygliverð skrif um þessi fræði má bena á Bart Ehrman og Earl Dogherty.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 22:17
Afsakið villur og D-skort. Hefði betur mátt renna yfir þetta áður en ég ýtti á send. Byggð er svo að sjálfsögðu með tvöföldu.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 22:20
Annars eru hér tvö mynbönd, sem snerta efnið meira: Nr 1. og Nr. 2.
Þessi youtubesíða prestsonarins Taylorx04, er annars ansi skemmtileg og fræðandi.
Vert að skoða með opnum hug í stað hefðargrunns eins og guðfræðin virðist vera kynnt hér. Higher critisism er ofar trúarfaktornum og hefðinni, eins og nafnið ber með sér.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 22:52
Nánar: Hel.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2010 kl. 00:01
Jón Steinar Ragnarsson auðvitað kominn eins og fluga á mykjuskán, þegar helvíti er annars vegar til umræðu. Ég held að hann sé með orðið fast í leitarvélinni á tölvu sinni. Eins og Jón bendir réttilega á er þetta mikið vandamál með Betlehem, sérstaklega fyrir minjagripaframleiðslu kirkjunnar. Betlehem á tímum Jesús var önnur borg og hafa farið þar fram fornleifarannsóknir. Lítið var að gerast í Betlehem nútímans á tímum Jesús.
Ég var að glugga í Evangelia apocrypha, sem hægt er að lesa á latínu á netinu, og þar sem ég er gamall latínuláki þá leitaði ég að helvíti í bókinni. Infernus (inferus) þýðir að vera niðri (undir jörðinni), og er ekki ekki óalgengt að það sé þýtt með Hel á ýmsum málum. Þá er það ekk skilið sem Purgatorium, og því helvíti sem höfundur (-ar) Nikodemusarguðssjalls eru að fabúlera um. Því tel ég, að til Heljar sé frábær þýðing, því helvíti, Purgatorium, er annað og þangað fór Jesús ekki ef trúa má heilagri ritum en Nikódemusarguðsspjalli.
Ég get heldur ekki alveg skilið hvert dr. Ólafur er að fara með skýringuna á himnaferð Krists. Guðleg himnasýn manna á þessum tíma og langt aftur í tímann var nokkuð áþekk og er hún ekki endilega kaþólsk. Kristnir eru því ekkert að bera brigður á lögun jarðarinnar með því að segja: Steig upp til himna, situr við hægri hönd guðs föður almáttugs og mun þaðan koma og dæma lifendur og dauða, þótt flestum gyðingum þyki það nú heldur betur forréttindi fyrir ólærðan mann frá Nazaret, sem ekki gat almennilega skýrt faðerni sitt, svo viðeigandi mætti þykja.
Niðurstigningar Saga er lítið lík Nikódemusguðsspjalli í Evangelia apocrypha sem er 30 blaðsíður en Niðurstigningar Saga er nokkra blaðsíður.
En það er alltaf gaman af svona pælingum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2010 kl. 10:45
Þakka innlitin hér og ábendingarnar.
Ég mun benda gamla manninum á að lesa þetta yfir og kynna sér það sem þið bendið á báðir, Jón Steinar og Vilhjálmur. Athyglisverðir punktar.
En ekki búast endilega við svari alveg strax. Gamli maðurinn er níræður, ágætlega tengdur með Macintosh fartölvu og allar græjur, en ekki mikið fyrir blog lestur eða skrif. Sjáum samt til hvort hann bæti ekki einhverju við þetta eftir að hafa farið yfir athugasemdir ykkar.
Karl Ólafsson, 6.12.2010 kl. 12:06
Jesú karlinn, ekkert nema handbrúða kaþólsku kirkjunnar, þar sem hún tók galdrabók gyðinga og bjuggu til svona dyravörð; Enginn kemst til Gudda nema hann samþykki að Sússi sé besti dyravörður í heimi.
Svo kom íslam með sína útgáfu.. og svo fóru allir í stríð.. og stríðið stendur enn; Allir búnir að gleyma að Sússi er bara handbrúða, Guddi bara glópabull.
doctore (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 12:50
Ah doctore, ég var farinn að halda að þú ætlaðir ekki að láta sjá þig hér. Takk fyrir að valda mér ekki vonbrigðum, en hefurðu annars eitthvað efnislegt að segja um trúarjátninguna sem slíka?
Karl Ólafsson, 6.12.2010 kl. 23:37
Ég held að þankar gamla mannsinns eigi fullan rétt á sér. Eins og fram kemur fram þá eru einhver stig og tegundir af helvíti til og forbernnslan í hreinsunareldinum (purgatory) er hluti hinna sérkristnu hugmyndar pápískunnar um helvíti. Helvíti var ekki til í þeirri kristnu mynd sem NT kynnir og er það alfarið uppfinning og viðbót krists. Hann var sko ekki til bóta fyrir ofsæki gamla testamenntisins og kom heldur til að hnykkja á viðurstyggðinni heldur en að mýkja hana. Hann t.d. finnur upp hugsanaglæpinn, þar sem hann segir að nóg sé að líta í sreistni til kvenna til að drýgja hór. Gamla testamenntið er með refsinguna fyrir brotið, þ.e. dauðadóm, en þá einvörðungu fyrir konuna. Kristur bætti karlinum við líka, sem er "sanngjartnt" svo langt sem það nær.
Múslimir halda sig við refsiramma GT en láta konuna aðeins njóta refsingar. Þar er það hýðing og jafnvel dauðadómur að bera hold eða sýna sig með ókunnugum mönnum. Allt er þetta úr okkar bók, enda var hún hin heilaga ritning Múhameðs og til grunns öllum viðbjóði í kóraninum.
Hel er nefnt í trúarjátningunni til að sleppa því að segja helvíti. Þ.e. kvalarstaðurinn. Nafnið Hel í mínum skilningi er fengið úr Ásatrú en vísunin er í Sheol eða Hades, sem eru undirheimar í forntrúnni og alveg eldlausar vistarverur. Þar voru guðir eða hálfguðir og hristu jörð í fjörbrotum og glímum.
Hið Kristnia helvíti er líkt við Gehenna, eða ruslahauga Jerúsalem borgar þar sem vandalausir voru brendir með hundshræjum og úrgangi. Kristur er þó að tala um yfirnáttúrulegan stað utan eða neðan jarðar og notar Gehenna sem einskonar kynningu eða myndlíkingu. Ég tel víst að Jesú hafi trúað að jörðin væri flöt eins og samtímamenn hans og að Helvíti væri undir fótum. Það tel ég rétta ályktun föður þíns. Hann veit nokk hvað hann syngur.
Það er mikill misskilningur að að NT sé einhver kærleiksboðskapur ef vel er að gáð. Tilvitnanir í slíkt komast fyrir á frímerki og eru teknar úr samhengi. Nefnd eru spakmæli eins og að elska náungann eins og sjálfan sig, en þau eru langt í frá einhver original speki. Villi getur vafalaust bent á Rbbí Hillel, sem mælti svo, aðrir Konfúsíus, en svo langt þarf ekki að leita. Jesús telur þetta mikilvægasta boðorðið, en það vekur vafalaust undrun margra að þetta er ekki meðal hinna 10 boðorða. Ekkert skrítið því boðorðin skipta fleiri tugum og þeim fylgir listi refsinga. Það er aldrei nefnt.
Þetta er þó boðorð og má finna í þriðju Mósebók 19:18:
"Eigi skalt þú hefnisamur vera né langrækinn við samlanda þína, en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn. "
Ef NT er skoðað er ekki ljóst hvort kristur er í raun að meina þetta í orðsins fyllstu merkingu, því hann hefur annað í huga fyrir fylgendur sína, eins og klifað er á í öðru samhengi hjá kirkjunni. Það er alger sjálfsafneitun og fyrirlitning á hinu veraldlega. Þú skalt gefa allar eigur þínar ef þú átt að vera klúbbtækur og gefa rest ef af þér er stolið og krefja einskis til baka. Elska óvini þína og hyggja ekki að morgundeginum, svo eitthvað sé nefnt.
Í lúkas 14:26 unirstrikar hann þessa afneitun kyrfilega er hann segir:
"Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn."
Þar hefurðu grunninn að því hvernig kristnum manni ber að "elska" sjálfan sig. Ekkert verið að heiðra móður og föður þarna. Ég afþakka því pent þessa skilyrtu elsku kristinna.
Þetta er þó útúrdúr, þótt það leiði að ákveðinni niðurstöðu, en hún er sú að Kristindómurinn er heimsendatrú og það er augljóst af viðhorfum þar að þetta fólk trúði að endir heimsins væri handan við hornið. Ekkert skipti máli annað en sálin og þægðin við almættið. Þetta var búið, enda margítrekar Kristur það.
Ekki undarlegt hugarástand þegar litið er til atburða þessa tíma eins og fall Jerúsalem um 70 AD og svo endanlega niðurlægingu þjóðarinnar og brottrekstur eftir Bar Kochba uppreisnins um 135 AD.
Þetta bendir einnig til þess að þessi rit hafi orðið til eftir miðja 2. öld og því skáldskapur einn. Enginn kirkjufeðranna nefnir Guðspjöllin með nafni fyrr en undir 3. öld og sumir nefndu Jesú þennan ekki einu nafni, né vitnuðu í hann. Meira að segja Páll Postuli virðist ekki vita hver maðurinn var og vitnar hvergi í hann, sögu hans kraftaverk né speki.
Þannig er það nú bara.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2010 kl. 08:30
Takið eftir áherslunni á "samlanda" í tilvitnuninni í 3. mósebók. Þetta er ekki fyrir alla eins og berlega kemur í ljós á nánast hverri blaðsíðu Mósebóka.
Kristi lá mikið á. Hann var eins og brunavörður sem var að rýma brennandi hús. Það var allt að fara fjandans til og raunar var allt farið fjandans til. Endirinn var hér og nú. Í þessu ljósi er auðvelt að skilja orð hans eins og í Mattheus 10:34-39 t.d.:
"Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. 36Og heimamenn manns verða óvinir hans.'
Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það."
Jesú Kristur er vafalítið skálskapur einn, svo það hefur fátt upp á sig að ræða þessa spei, nema að því leyti að opna augu fólks fyrir þeirri staðreynd.
Þetta þarf ekki að þýða að fólk hætti eða eigi að hætta að trúa á eitthvað sér æðra, eða hvð það er sem það hefur sér til fróar, þegar á móti blæs. Ég vona að orð mín misskiljist ekki þannig. Trú verður aldrei tekin frá okkur. Hún er eins og trú barnsins á forsjá foreldra og er í okkur greypt. Við verðum að geta létt áhyggjum okkar af íþyngjandi verkefni lífsins og héldum aldrei sönsum ef við hefðum ekki svona ventil, sem skammtar okkur áhyggjurnar og verkefnin. Það er prívatmál hvers og eins og hver sníður sinn átrúnað að sínum þörfum og umhverfi eins og alltaf hefur verið.
Það sem ég vildi sjá er að fólk hætti að mása um þessa afstæðu og persónugerðu metafýsík ofan í hálsmálið hvert á öðru. Setji sig ekki spönninni ofar en aðrir í þessum efnum og dragi allt og alla í dilka. Þannig verða trúarbrögðin ávallt afl sundrungar en ekki sáttar. Í Kristni eru á fjórða tug þúsunda trúarbrota og deilda, sem hver um sig telur sig hafa hönlað sannleikann og að hin brotin vaði í villutrú og svima. Það er varla til áþreifanlegri sönnun fyrir máli mínu ef við ákveðum að sleppa blóðugri sögunni svona til spari.
Til gamans má svo geta þess að Lúterstrú er yfirlýst villutrú af Kaþólskum en það gerði Leó X árið 1530 og stendur það enn þótt fáir vilji við það kannast.
Vona að fólk hugsi um þetta allavega og fari að taka þessu öllu með meiri léttúð.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2010 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.