Zap - Hausmynd

Zap

Hagsmunayfirlýsing - Ómaklega vegið að Marinó G. Njálssyni

DV vegur ómaklega að Marinó G. Njálssyni á vefsíðum sínum í dag og birtir upplýsingar um hversu há lán hvíla á fasteignum í eigu hans og eiginkonu hans. Hafi þeir skömm fyrir.

Í ljósi þess að ég hef á mínum síðum síðustu tvö árin annað slagið talað fyrir afnámi verðtryggingar er rétt að taka hér fram að þó skrif mín beinist að því að ég vilji að börnum mínum bjóðist betra lánaumhverfi en það sem ég hef búið við frá því ég keypti mína fyrstu íbúð, þá skal því ekki neitað að vegna minna eigin hagsmuna styð ég eindregið kröfu HH og fleiri um almenna leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra lána.

Að því sögðu er rétt að taka fram að ég hef ekki hugmynd um hversu mikið ég skulda, en síðast þegar ég reyndi að taka það saman nam sú upphæð ca. 60 milljónum. Þá eru án efa vantaldar frekari verðbætur, dráttarvextir og lögfræðikostnaður sem við hefur bæst síðan. Þá er líka rétt að taka fram að ég hef fengiðu úrskurð um greiðsluaðlögun v. veðlána og nauðasamning v. samningsskulda og enn er ég í djúpum skít og vart við bjargandi. Ég tel samt að ég gæti haft eitthvað til málanna að leggja í þjóðfélagsumræðunni og að mínar skoðanir á verðtryggingunni og þeim leiðréttingum sem þörf er á í þessu þjóðfélagi (skrifaði óvart fyrst inn þjóffélagi hér), eigi fullan rétt á sér. Ein ástæða þess hversu lítið og sjaldan ég skrifa um þessi mál eru þau að mig hefur ekki langað til að gefa mikinn höggstað á mér í ljósi fjárhagsstöðu minnar, en nú eru þetta sem sagt bara opinberar upplýsingar, skyldi einhver hafa á þeim áhuga.

Nú mættu þeir blaðamenn sem skrifa um lánamál einstaklinga eins og Marinós birta sambærilegar upplýsingar um sína stöðu, að maður tali nú ekki um þá ritstjóra og fjölmiðlaeigendur sem fela sínum mönnum slík skrif.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Tilgangurinn virðist vera sá að afhjúpa Marinó sem ótíndan eiginhagsmunasegg, sem hefur hegðað sér með óábyrgum hætti og vill nú að fyrri syndir verði þurrkaðar út.

Hver vegna tilteknir fjölmiðlar leggjast í þessa herferð gegn rökföstum og málefnalegum talsmanni þeirra sem fóru flatt á gylliboðum bankanna er manni hins vegar hulið.

Flosi Kristjánsson, 22.11.2010 kl. 10:38

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hagsmunasmtökin hafa haldið uppi stöðugum vörnum fyrir þá sem fóru illa út úr húsnæðisbólunni og hruninu í kjölfarið. Það fer mjög fyrir brjóstið á fjármálakerfinu, sem virðist vera með pólitíkusana í vasanum.

Besta leiðin til að vinna á þessum vörnum er að gera samtökin órtúverðug. Það verður best gert með því að gera einn öflugasta talsmann þeirra ótrúverðugan.

Þetta á jafnframt að hafa í för með sér að draga kjark úr öðrum til að beita sér af krafti, fagmennsku og heiðarleika.

Til verksins eru svo fengnir tuddar sem sem er drullusama.

Haraldur Rafn Ingvason, 22.11.2010 kl. 12:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef oftast keypt DV, en nú hef ég ákveðið að hætta því alfarið.  Meðal annar vegna þessarar birtingar og reyndar fleira sem ég er ósátt við.  Það er mitt svar til DV. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2010 kl. 14:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er landlægt hér á landi að ekki er pælt í því hvað menn segja og hvaða rök eru fyrir skoðunum þeirra, heldur hverjir þeir eru. Þetta er enn eitt dæmið um það.

Ómar Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 22:59

5 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Marinó er eldklár náungi hann svaraði pósti sem ég sendi honum,,þennan mann verður að koma fyrir kattanef annars getur hann orðið annar Jón Gnarr.

Steingrímur var að senda litlar 30.millur í kjördæmið sitt. Árbót fékk þær án málaferla, einhver

stúlka fékk bætur fyrir að láta son eigandanna riðlast á sér, aðrar fengu ekki neitt gátu ekki sannað brotið engin hjálpaði þeim, lögmennirnir voru þar sem peningarnir voru.

Bernharð Hjaltalín, 22.11.2010 kl. 23:14

6 Smámynd: Karl Ólafsson

Þakka innlitin hér. Færslan mín er skrifuð vegna þess að mér ofbýður ómerkilegheitin í fjölmiðlum, eins og þau sem DV viðhafði í morgun. Því miður virðist sem sumum þyki bara allt í lagi að ráðast með þessum hætti að persónum sem tjá sig opinberlega, Marinó hafi kallað þetta yfir sig sjálfur með því að berjast fyrir sínum málstað. Þetta er ekki hægt að samþykkja að mínu mati og má ekki líðast átölulaust.

Bernharð, mér þykir þú tala af nokkurri óvirðingu um viðkvæmt mál og sér í lagi um eina manneskju sem varla getur talist annað en fórnarlamb í þessu máli. Uppgjör við rekstraraðilana getur varla tengst þeirri manneskju og hafi um önnur fórnarlömb verið að ræða sem ekki fengu bætur getur það varla talist sök þessa tiltekna fórnarlambs. Ég læt þetta standa þar sem ég legg ekki í vana minn að ritskoða athugasemdir, en ég vildi gjarnan sjá málefnalegri umfjöllun en þetta.

Karl Ólafsson, 23.11.2010 kl. 00:48

7 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Já, vald fjölmiðlanna er mikið. Verst hve margir óprúttnir geta notað þá eins og í þessu tilfelli.

Ég skil Marinó vel, að hann skuli víkja sér undan. Það þarf ógnarþykkan skráp til þess að standa af sér svona atlögu. Reyndar hefði Marinó getað gefið puttann eins og þeir gera sem er verið að fletta ofanaf á hverjum degi, sbr. flesta í opinberum stöðum sem telja eitthvað í stjórnsýslunni.

Reyndar taldi ég það Marinó til tekna, að vera skuldsettur og eiga hagsmuna að gæta, því þá væri hann að vinna í málinu fyrir sig og okkur hina í leiðinni. Hann vissi nefnilega nákvæmlega hvað þyrfti til. Og ef maður hefur viðmiðið á eigin könnu, er nokkuð ljóst, að maður mundi nota það, en ekki fara að kanna það hjá nokkrum þúsundum annarra, sem eru í sömu aðstöðu. Mér finnst það hefði slegið skökku við, ef Marinó hefði nú þegið einhver himihá laun fyrir viðvikið. Þá hefði þetta verið frétt. En þetta er altsvo engin frétt. Aðeins staðfesting á því að hann var að vinna að málinu á þeim grundvelli sem kom sér best fyrir þá sem eru í samskonar stöðu og hann.

Guðjón Emil Arngrímsson, 23.11.2010 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband