12.8.2010 | 01:08
Ræða Stephen Fry um Kaþólsku kirkjuna
Ég mæli með því að 20 mínútum sé eytt í að hlusta hér á rök Stephen Fry fyrir því að Kaþólska kirkjan hafi ekki verið og sé ekki afl til góðs í heiminum. Hann tekur fram strax í upphafi að með orðum sínum sé hann á engan hátt að ráðast á þá sem aðhyllast kaþólska trú eða hvaða aðra trú sem er, hann er eingöngu að tala um stofnun Kaþólsku kirkjunnar sem slíka. Þar með tel ég að rökstyðja megi að hér sé ekki ráðist að trúarbrögðum, þó sumir kunni að túlka þetta sem svo.
Stephen Fry er frábær ræðumaður, en hann talar nokkuð hraða Ensku. Ég held að það sé samt ekki erfitt að skilja hann, hafi maður sæmilegt vald á Enskunni.
Ég hef aldrei prófað að pósta svona myndbandi, þ.a. ég vona að þetta takist hjá mér í fyrstu tilraun.
Þessi ræða er framsaga Stephens í einhvers konar kappræðum eða rökræðum þar sem meðal þáttakenda var m.a. Anne Widecombe (minnir mig að nafnið hennar sé). Óborganlegur svipurinn á henni undir þessari kjarnyrtu ræðu Stephens á köflum.
The Intelligence² Debate - Stephen Fry (Unedited)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hef séð þetta áður. Þetta er stórkostleg ræða.
Billi bilaði, 12.8.2010 kl. 04:55
Frábær ræða og "how true".
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 08:24
Það er ekki hægt að setja þetta betur fram. Ótrúlega flott ræða!
Sævar Már Gústavsson, 12.8.2010 kl. 13:33
Flott ræða hjá honum mæli líka með þáttanum QI.
Arnar (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 18:27
Einu orði sagt mögnuð ræða og áhrifamikill flutningur !
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 18:41
Ég tek undir með ykkur öllum. Frábær ræða.
Theódór Gunnarsson, 12.8.2010 kl. 19:45
Stephen Fry er öflugur ræðumaður og ræðan góð. ( ekki segja Jóni Vali að ég hafi sagt þetta )
Mofi, 12.8.2010 kl. 20:39
Hef verið fjarri netsambandi í nokkra daga þ.a. ég hef ekki séð þessar athugasemdir fyrr en nú. Bestu þakkir fyrir innlitið.
Mofi, 'Your secret is safe with me' :-) Reyndar er ég eiginlega mest hissa á að hér vantar viðbrögð frá 'the usual suspects', þ.e. hér vantar innleg frá DocterE um að þetta hafi hann alltaf sagt um þessi mestu glæpasamtök mannkynssögunnar og að geimkallinn sé ekki til og svo vantar innlegg frá JVJ með óhrekjandi rökum hans með tílvísunum í óyggjandi heimildir gegn meintum rökleysum Stephens.
Karl Ólafsson, 14.8.2010 kl. 16:27
Fry er snillingur. Frábær ræða.
Brjánn Guðjónsson, 14.8.2010 kl. 19:41
..kaðólikkar og sérstaklega Páfinn eru "tilfinningalegar anorexiur"....Góður kall! Hvar annars er þetta um smokkanna í Biblíunni? Ég finn það ekki...
Góður pistill og þarfur. Læt JVJ og Doktorinn vita svo þeir missi nú ekki af neinu...
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.