Zap - Hausmynd

Zap

Verðlagning enska boltans

Mér hefur þótt aumkunarvert að heyra rökstuðning framkvæmdastjóra tekjusviðs 365 fyrir verðlagningu enska boltans hjá Sýn. Jafn aumkunarvert hefur verið að heyra rökstuðning hans og sjónvarpsstjóra Sýnar fyrir því að rukkað skuli fyrir 12 mánuði í stað 10 og aumkunarverðast af öllu var að heyra lýsingar sjónvarpsstjórans á því 'gæðaefni' sem á að senda út til þess að geta réttlætt útsendingarnar og rukkanirnar fyrir sumarleyfismánuðina 2, júní og júlí.

Málið er einfalt, þetta er orðið of dýrt og Sýn hefur augljóslega spennt sig of hátt í kaupum á sjónvarpsréttinum. Hér er um sömu þróun að ræða og var í Englandi upp úr aldamótum þegar tekið var upp á því að selja áhorf á einstaka leiki á allt upp í 8 sterlingspund pr. leik. Enska boltann í ensku sjónvarpi setti afar mikið niður það árið. Síðan hefur þróunin orðið sú að verðið hefur lækkað auk þess sem fleiri sjónvarpsstöðvar skipta nú með sér leikjunum og er nú jafnvel hægt að sjá suma leiki í opnu sjónvarpi. Vonandi verður þróunin hér svipuð, en sér í lagi þætti mér vænt um að geta treyst því í framtíðinni að geta séð landsleiki landsliða okkar í opnu sjónvarpi. Mér þykir ekki ásættanlegt að landsleikir okkar séu sýndir í læstri dagskrá. Látum vera þó þeir séu sýndir á áskriftarstöðvum, en þeir eiga að mínu mati að vera í opinni dagskrá, eins og gildir víst um Formúlu I, en Sýn mun vera skylt skv. samningsákvæðum að sýna alla Formúlu I kappakstra í opinni dagskrá.

Enski boltinn var dægradvöl almúgans í Englandi í eina tíð, en ég sé ekki alveg fyrir mér almúgamanninn þar fara með t.d. 2 börn á völlinn og þurfa að borga 5-10 þúsund íslenskar fyrir. Sennilega fer almúgamaðurinn frekar á pöbbinn (án barnanna) sem er með sjónvarpsskjáinn og horfir á heimaleikina hjá sínu liði fyrir svona 3-4 pints sem kosta innan við þúsundkallinn.

Ó, gleymdi einu í sambandi við Sýn. Þessi athugasemd var frábær:
"Samkvæmt Láru Nönnu Eggertsdóttur, framkvæmdastjóra ljósvakamiðla hjá 365, benti könnun sem Sýn lét gera meðal viðskiptavina sinna á að áttatíu prósent áskrifenda Sýnar væru líka áskrifendur að SkjáSport. Því muni flestir fá Sýn 2 á tuttugu prósent afslætti eða meira sko "
Þetta er alveg bráðfyndið í raun, ef málið er skoðað í kjölinn. Ég fékk tölvupóst frá Sýn sem væntanlega var þessi könnun og ég svaraði spurningunum.
Spurningarnar voru 2. Já, segi og skrifa tvær! (man ekki hvernig þær voru orðaðar samt :-) Og jú, ég svaraði því til að ég var bæði með Skjá Sport og Sýn á þeim tíma. En af hverju var ég með Sýn? Jú, út af HM þá batt ég mig í tiltekinn tíma, en sagði svo Sýn upp (ásamt Stöð 2 og öllu draslinu). Hvað skyldi það gilda um marga sem geta því ekki notið þeirra frábæru kjara að fá enska boltann og allt hitt 'gæðaefni' 365 fyrir 15þkr á mánuði, allt árið?

En fyrir utan þetta svekkelsisraus í mér, sem einkennist af því að ég sé ekki fram á að hafa efni á að horfa neitt á enska boltann, þá hljómar allur ásetningur Sýnar-manna þannig að um metnaðarfullar útsendingar verði að ræða og er það vel, en verðið er eftir sem áður rangt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg og sérstaklega með Landsleiki Íslands í fótbolta sem á að vera skilyrðislaus réttur okkar að sjá í opinni dagskrá.  Var inni á liverpool blogginu og þar er smá umræða í gangi.   http://www.eoe.is/liverpool/

Símon (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband